DigiRehab er velferðartækni sem styður við ákjósanlega þjálfunarmöguleika.

Sjá meira

Hin rétta þjálfun virkar

DigiRehab styður við þrjú verkefni sem tvinnast saman:
 • Greining á þjálfunarmöguleikum einstaklingsins; þeir sem munu njóta góðs af þjálfun sem eru í umsjón sjúkraþjálfa með aðstoð leiðbeinanda –eða eigin þjálfun þar sem stuðst er við myndbönd
 • Markviss þjálfun; hvort sem um er að ræða eigin þjálfun eða með aðstoð leiðbeinanda
 • Tól til að greina hvernig skynsamlegri og áhrifaríkri eftirfylgni verður best á kostið; sjá hverjum gagnast þjálfun og velja fljótt aðrar lausnir fyrir þá sem gagnast hún ekki

Færnipróf til að greina líkamlega þjálfunarmöguleika

Kjarninn í DigiRehab er hlutlæg greining á þörf einstaklingsins fyrir aðstoð og almennri hreyfifærni hans. Með þessum greiningum fæst nákvæmt yfirlit yfir möguleika á líkamlegri uppbyggingu með styrktarþjálfun.

Fá yfirlit yfir það hverjum æfingarnar munu gagnast, setja af stað æfingaáætlun og fá vel skrásett yfirlit yfir virkni æfinganna og árangur í rauntíma.

Markviss hreyfing með eigin þjálfun eða þjálfun með stuðning

DigiRehab styður bæði við eigin þjálfun og þjálfun með stuðningi. Þjálfun með heimaþjónustustarfsmanns gefur góðan árangur og er skilvirk leið til að veita styrktarþjálfunina.

DigiRehab býður upp á:

 • Skipulagning og þjálfun.
 • Einstaklingsmiðuð æfingaprógrömm sem verða sjálfkrafa til við færnipróf.
 • Leiðbeiningar og þjálfun á myndbandaformi fyrir starfsmanninn.
 • Innbyggða erfiðleikastillingu í æfingunum, svo þær passi við dagsformið.
 • Kvittanakerfi með samantekt á athugasemdum og stigagjöf fyrir ákefð/gæði þjálfunar, sem skilar sér í.
 • Þjálfunardagbók/dagatali.
 • Innskráning fyrir einstaklinga sem eru í þjálfun á eigin vegum.

Greiningartól fyrir árángursríka eftirfylgni hreyfingarinnar

Notaðu DigiRehab til að meta áhrif meðferðar og skrásetja átakið. Það er ávallt aðgangur að uppfærðum gögnum um áhrif hreyfingarinnar, þetta gefur möguleika á:

 • Ítarlegum tölfræðaðgerðum með beinni tengingu við greiningartól
 • Innbyggðum viðvörunum þegar áhrifin minnka eða haldast þau sömu – og þegar rétt er að skoða áhrifin aftur

DigiRehab teymið vinnur skýrslur til að aðstoða við ákvarðanir í tengslum við þjálfunarátakið eftir því sem óskað er og fyrir vikið er hægt að leggja áherslu á æfingar sem gefa bestu niðurstöðuna.

Veruleg bæting á hreyfigetu hjá 3 af hverjum 4

Prófanir með DigiRehab-lausninni eru til þess gerðar að varpa ljósi á áhrifin af reglulegum færniprófum og sérsniðinni þjálfun með raunhæfri æfingaáætlun.

Einstaklingar sem þiggja heimahjálp mörgum sinnum í viku fá þjálfun frá leiðbeinanda sínum og aðstoðarfólki þeirra. Niðurstaðan er skýr:


”að hreyfingarnar í æfingarprógramminu hafa haft þau áhrif að 3 af hverjum 4 einstaklingum hafa bætt líkamlegt ástand sitt verulega og 3 af hverjum 4 hafa einnig orðið meira sjálfbjarga”.

Michael Harbo
Sjúkraþjálfari og kennari
Þróunarstjóri DigiRehab A/S
mh@digirehab.dk +45 2287 9966
Niels Heuer
Civ. Ing. & HD-O
Forstöðumaður DigiRehab A/S
nh@digirehab.dk +45 2272 7220

Samstarfsaðilar

Valdar tilvísanir

Álaborgarkommúna er byrjuð að nota DigiRehab á einu af 3 svæðum í heimaþjónustu. 100 einstaklingar notast við kerfið. 400 heimaþjónustustarfsmenn eru þjálfaðir í notkun þess. Áhrif DigiRehab eru greind yfir þriggja mánaðar tímabil.
Sveitrfélagið Gribskov byrjaði snemma á árinu 2014 að nota DigiRehab til að halda utan um öll ný endurhæfingarferli . DigiRehab er notað sem stuðnings og greiningartól í verkefninu ”Styrkjum hversdaginn”.
Rudersdal kommúna byrjaði haustið 2014 á stóru sannprófunarverkefni . Það náði til 120 einstaklinga. 30 heimahjúkrunarfræðingar hafa fengið þjálfun. Tilgangurinn með verkefninu er að greina áhrifin af notkun DigiRehab og og sannreyna virkni þess í smáatriðum.

Til í að heyra meira um DigiRehabÞá erum við tilbúin að koma og kynna okkar lausnir og hugmyndafræði. Við getum í sameiningu fundið út hvernig við getum aðstoðað í ykkar sveitarfélagi og með ykkar nálgun náð hagræðingu og árangri í þjálfunarferlinu.

Takk!

Við getum ekki send tölvupósta eins og stendur. Vinsamlegast reyndu aftur síðar eða sendu tölvupóst á some@email.com